Skipulagðar brottfarir á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavík Terminal umferðarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Brottfarir eru í áætlun allan sólarhringinn og í tengslum við öll flug. Við mælum með því að bóka SmartBus hótel tengingu á milli Reykjavík Terminal og gististaðar.
Skipulagðar brottfarir á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavík Terminal umferðarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Brottfarir eru í áætlun allan sólarhringinn og í tengslum við öll flug frá Keflavíkurflugvelli. Áætlaður ferðatími á milli Reykjavík Terminal og Keflavíkurflugvallar er 45 mínútur.
Brottfarir frá Reykjavík
Rútan fer frá Reykjavik Terminal umferðarmiðstöðinni. Þú getur annað hvort hitt okkur þar, í Hamraborg, í Kópavogi eða bætt SmartBus hótel tengingu við bókunina þína og við sækjum þig á hótel, gististað eða næstu sérmerktu rútustoppistöð.
SmartBus Hótel tenging
SmartBus tengir alla helstu gististaði og hótel í Reykjavík við Reykjavík Terminal umferðarmiðstöðina. Ef þú bókar SmartBus hótel tengingu þá sækjum við þig 30 mínútum fyrir áætlaða brottför frá Reykjavík Terminal. Vinsamlegast vertu tilbúin fyrir utan gististaðinn þinn eða á næstu sérmerktu rútustoppistöð.
Opinn Miði
Breyttu miðanum þínum í opinn miða. Þú bókar Airport Direct Economy þjónustuleiðina á ákveðnum degi og tíma en með opnum miða geturðu breytt bókuninni þinni ef t.d fluginu þínu seinkar eða ferðaáætlunin þín breytist. Ef þú þarft að breyta bókuninni þinni geturðu haft samband við þjónustufulltrúana okkar á info@airportdirect.is eða komið til okkar á þjónustuborðið á Keflavíkurflugvelli eða á Reykjavík Terminal umferðarmiðstöðina.
Gott að vita
Afhverju að bóka hjá okkur?
Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og jákvæða upplifun viðskiptavina. Ef þú þarft að afbóka, gera breytingar eða þarft aðstoð við að skipuleggja ferðalagið þitt geturðu treyst á að við verðum þér innan handar.