Hér má finna nákvæmar upplýsingar um þá aukaþjónustu sem er í boði í þjónustuleiðum Airport Direct
Airport Direct Economy þjónustuleiðin keyrir á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavík Terminal umferðarmiðstöðvarinnar með einu stoppi í Hamraborg í Kópavogi. Við mælum með því að farþegar bæti hótel tengingu við bókunina sína. Ef þú bætir við hótel tengingu þá sækjum við þig eða skutlum þér á hótel, gististað eða næstu sérmerktu rútustoppistöð í miðborg Reykjavíkur.
- Hvernig virka hóteltengingarnar?
Ef þú ert að ferðast frá Keflavíkurflugvelli þá stöðvar rútan við umferðarmiðstöð okkar, Reykjavík Terminal í Skógarhlíð 10. Með hótel tengingu geturðu skipt yfir í rútu sem ferjar þig á gististað eða næstu sérmerktu rútustoppistöð.
Ef þú ert að ferðast frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar ertu sóttur á hótel eða gististað allt að 30 mínútum fyrir bókaðan brottfarartíma. SmartBus keyrir þig að Reykjavík Terminal umferðarmiðstöðinni og svo beint til Keflavíkurflugvallar á u.þ.b 45 mínútum.
Samkvæmt íslenskum lögum þurfa öll börn sem eru farþegar í bíl að sitja í viðeigandi barnabílstólum með viðurkenndum öryggisbúnaði. Ef þú ert að ferðast með barn skaltu gæta þess að bæta barnabílstól við bókunina, þér að kostnaðarlausu. Það eina sem þú þarft að taka fram í bókuninni er aldur og þyngd barnsins.
Við bjóðum upp á tvennskonar barnabílstóla frá Sjóvá. Stólarnir eru hannaðir út frá þyngd barna:
Stóll 1: 0-13 kg
Stóll 2 2: 14-36 kg
Við mælum eindregið með því að bæta við flugseinkunartryggingu "flight delay guarantee" við bókanir frá Keflavíkurflugvelli. Ef svo óheppilega vill til að fluginu þínu seinkar og þú missir af rútunni geturðu komist með í næstu rútu þar sem er laust sæti. Þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þurfa að kaupa aftur miða með annarri rútu ef seinkun verður á flugi.
Ef þú ferðast með hjól, skíði, golfsett eða annan sérstærðarfarangur skaltu gæta þess að bóka hann fyrirfram. Þá getum við gert viðeigandi ráðstafanir í farangursgeymslu auk þess að það er ódýrara en að borga fyrir hann á staðnum. Einungis er hægt að bóka sérstærðarfarangur með Economy þjónustunni.
Innpökkuð og óinnpökkuð hjól er hægt að flytja gegn gjaldi ef pláss er í rútunni. Til að nýta farangursrýmið sem best er handhægast að hjólin séu innpökkuð í kassa. Ef hjólin eru ekki innpökkuð þarf að gæta þess að fjarlægja pedala og hylja eða breiða yfir keðjuna. Annan sérstærðarfarangur eða stærri ferðatöskur má bóka sérstaklega samkvæmt gjaldskrá.
Til að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir er ráðlagt að senda okkur póst á info@airportdirect.is eða hringja í síma 4978000 ef ferðast er með sérstærðarfarangur eða annan farangur umfram það sem er innifalið í hefðbundinni bókun.
Innifalið í grunnverðinu í þjónustuleiðum Airport Direct er 23 kg taska, handfarangur og lítil taska eða veski. Ef þú ferðast með aukafarangur sem þarf að greiða fyrir þá spararðu með því að bóka hann fyrirfram á forsöluverði á netinu. Með því að bóka hann fyrirfram þá getum við gætt þess að pláss sé í farangursrými rútunnar. Ef þú ferðast með aukafarangur þá mælum við með því að þú sendir okkur tölvupóst á (info@airportdirect.is) eða hringir í +354 497-8000, til að við getum gert viðeigandi ráðstafanir fyrir ferðalagið þitt.