Velkomin um borð hjá Airport Direct. Við komum þér með öruggum og þægilegum hætti til og frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. Flest okkar kannast við að ferðalögum geti fylgt streita eða óþarfa álag og viljum við hjá Airport Direct sjá til þess að ferðalagið þitt til og frá Keflavíkurflugvelli líði hjá með skjótum og áhyggjulausum hætti.
Flugvöllurinn er í 50 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og tekur ferðalagið um Reykjanesbrautina oftast um 45 mínútur.
Airport Direct var stofnað árið 2016 með það að markmiði að koma flugfarþegum Keflavíkuflugvallar til og frá Reykjavík með einföldum og þægilegum máta. Við bjóðum upp á fjölbreyttar þjónustuleiðir til að allir geti fundið fararmáta við sitt hæfi á hagstæðum kjörum.
Þjónustuborð okkar í Leifsstöð er staðsett í komusal flugvallarins og þar eru þjónustufulltrúar okkar reiðubúnir til að aðstoða þig allan sólarhringinn. Við hlið þjónustuborðsins má finna sjálfsafgreiðslustöðvar þar sem þú getur bókað ferðalagið þitt með hraðvirkum og einföldum máta. Rúturnar okkar eru svo þægilega staðsettar rétt fyrir utan komusalinn.
Umferðarmiðstöð okkar í Reykjavík er einnig opin allar sólarhringinn og er staðsett í Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík.
Spurningar eða athugasemdir? Þú getur sent okkur tölvupóst á info@airportdirect.is
Airport Direct
Skógarhlíð 10
105 Reykjavik
Iceland
Sími: (+354) 497-8000