Hér má finna svör við algengum spurningum varðandi þá þjónustu sem Airport Direct býður upp á. Vonandi muntu finna svarið við þínum spurningum hér! Ef þú ert óviss eða hefur frekari spurningar þér velkomið að hafa samband við okkur á info@airportdirect.is.
Skrifstofa okkar og rútumiðstöð er staðsett í Reykjavík Terminal, Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík. Opið er allan sólarhringinn, alla daga. Þjónustuborð okkar í komusal Keflavíkurflugvallar er einnig opið allan sólarhringinn.
Mælt er með að mæta á flugvöllinn 2,5-3 klukkustundum fyrir brottfarartíma. Það tekur um 45 mínútur að keyra til Keflavíkurflugvallar frá umferðarmiðstöð okkar í Skógarhlíð (Reykjavík Terminal) Ef þú bókar 3-4 klst fyrir brottfarartíma ættir þú að koma á flugvöllinn á réttum tíma.
Já. Við bjóðum uppá frí bílsæti fyrir börn. Þú þarft að gæta þess að panta sætið þegar þú bókar ferð með Airport Direct. Ef þú gleymdir að tiltaka það í upprunalegu bókunninni vinsamlegast hafðu samband við info@airportdirect.is og taktu fram þyngd og aldur barnsins.
Reykingar eru bannaðar í öllum bifreiðum Airport Direct.
Allar afbókanir þurfa að vera skriflegar og sendar í tölvupósti á info@airportdirect.is. Ef ekki er hægt að tilkynna afbókun með tölvupósti skal vinsamlegast hafa samband í síma +354 497-8000. Ef aflýst er með minna en 24 klst fyrirvara eru engar endurgreiðslar veittar. Vinsamlegast athugið að aðrar stefnur varðandi endurgreiðslur gætu átt við ef bókað er í gegnum þriðja aðila.
Fólk sem er hreyfihamlað eða þarf sérstaka aðstoð skal hafa samband við Airport Direct með allavega 24 klst fyrirvara til þess að athuga hvort við getum veitt viðeigandi aðstoð eða þjónustu.
Leyfilegt er að ferðast með eina tösku á mann, sem má ekki vega meira en 23 kg til þess að geyma í farangursrými rútunnar. Við tökum enga ábyrgð á farangri eða viðkvæmum verðmætum. Allur farangur þarf að vera fjarlægður úr bifreiðinni eða farangursgeymslu hennar við lok ferðar.
Innpökkuð og óinnpökkuð hjól er hægt að flytja gegn gjaldi ef pláss er í rútunni. Til að nýta farangursrýmið sem best er handhægast að hjólin séu innpökkuð í kassa. Ef hjólin eru ekki innpökkuð þarf að gæta þess að fjarlægja pedala og hylja eða breiða yfir keðjuna. Annan sérstærðarfarangur eða stærri ferðatöskur má bóka sérstaklega samkvæmt gjaldskrá.
Til að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir þá mælum við með því að þú sendir okkur póst á info@airportdirect.is eða hringir í síma 4978000 ef þú ferðast með sérstærðarfarangur eða annan farangur sem er umfram það sem er innifalið í hefðbundinni bókun.
Airport Direct áskilur sér þann rétt til að breyta leiðum, dagskrám eða tímatöflum án viðvörunar, skyldi nauðsyn krefja. Engin ábyrgð er tekin á tapi eða gjöldum vegna seinkunnar, breytingar á komu eða brottför flugs eða annarrar þjónustu, meiðsla, veikinda, slysa, verkfalla, skemmda, kæruleysis, veðurs, stríðs eða einhverra annarra ástæðna sem er utan stjórnar Airport Direct. Allt slíkt tap og kostnaður eru á persónulegri ábyrgð farþega.
Við mælum með að skoða í rusl skrárnar í tölvupóstinum (Trash/Junk/Spam). Ef engin staðfesting finnst, eða þú bókaðir ferð með litlum fyrirvara, vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á netfangið info@airportdirect.is eða hringið í símanúmer 497-8000 og þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig.
Nei, skjáskot á símanum þínum er næg staðfesting.
Það tekur um 45 mínútur að keyra frá umferðarmiðstöð okkar, Reykjavík Terminal á flugstöðina. Þessi áætlun tekur mið af eðlilegum vega og veðurskilyrðum.
Já. Það eru sætisbelti á öllum rútum og bifreiðum í bílaflota Airport Direct. Við mælum að sjálfsögðu með því að þau séu undantekningalaust notuð.
Ef bókað er með SmartBus tengingu við hótel, þá sækjum við á gististað eða á sérmerktar rútustoppistöðvar ef svo á við. Ástæða þess að ekki er hægt að sækja beint á öll hótel og gististaði í miðbænum er að Reykjavíkuborg vill hafa miðbæinn þægilegan og öruggan stað fyrir gesti sem og íbúa. 12 sérmerktar rútustoppistöðvar víðsvegar um miðborgina draga úr umferð og álagi vegna farþegaflutninga. Flest hótel og gistiheimili í miðbænum eru staðsett í 5-10 mínútna göngufjarlægð frá sérmerktum stoppistöðvunum.
Ef þú gistir miðsvæðis og ættir að vera sóttur á sérmerkta stoppistöð, en vilt heldur fá þjónustu upp að dyrum mælum við með Airport Direct Premium, eða Airport Direct Private sem geta sótt upp að dyrum. Nánari upplýsingar
Við bjóðum uppá nokkra möguleika. Þú getur greitt á netinu með kredit og debet korti. Ef þú ert í Reykjavík getur þú bókað og greitt hjá endursöluaðilum, til dæmis í flestum hótelmóttökum og upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn. Þú getur einnig komið við á höfuðstöðvum okkar, í Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík og bókað og greitt hjá þjónustufulltrúum okkar.
Til þess að bóka á netinu þarftu kredit eða debetkort. Þú getur hinsvegar komið við í umferðarmiðstöðinni okkar í Skógarhlíð 10 til þess að bóka og greiða fyrir ferðina
Við tökum við öllum helstu kreditkortum.
Ef þú vilt gera breytingar á bókuninni þinni geturðu sent okkur tölvupóst á info@airportdirect.is Vinsamlegast tilgreindu bókunarnúmer, þá þjónustu sem þú bókaðir og taktu fram þær breytingar sem þú óskar eftir að gerðar verði á bókuninni.
Innifalið í grunnverði Economy er far til eða frá Reykjavík Termnal, umferðarmiðstöðvar okkar í Skógarhlíð 10. Einnig eru möguleiki að vera sóttur í Hamraborg, Kópavogi. Hægt er að bæta við hótel tengingu til þess að vera sóttur á gististað, hótel eða sérmerktar rútustoppistöðvar Reykjavíkurborgar.
SmartBus þjónustan sér um hótel tengingar fyrir Airport Direct Economy og sér um að koma farþegum til og frá gististöðum. SmartBus er sameiginleg þjónusta fyrir Airport Direct, Destination Blue Lagoon og Reykjavík Sightseeing. Hugmyndin um SmartBus fæddist til að einfalda þjónustu við hótel útfrá hagsmunum íbúa og gesta miðborgarinnar, auk þess dregur þjónustan úr umferð á grundvelli umhverfissjónarmiða. Skærgrænu SmartBus rúturnar flytja því farþega fyrrnefndra ferðaþjónustufyrirtækja á milli gististaða og Reykjavík Terminal.
Vinsamlegast athugað að þeir farþegar sem gista á hótelum og gististöðum í miðborginni gætu þurft að fara á sérmerktar rútustoppistöðvar. Hér má finna nánari upplýsingar um stoppistöðvarnar.
Ef þú bókar SmartBus hótel tengingu frá Keflavíkurflugvelli þá flytur Airport Direct rútan þig að Reykjavík Terminal umferðarmiðstöðinni þar sem önnur rúta bíður þín og flytur þig að gististað eða viðeigandi rútustoppistöð.
Ef þú bókaðir hótel tengingu frá Reykjavík þarftu að vera tilbúin 30 mínútum fyrir brottför fyrir utan gististað þinn eða á viðeigandi rútustoppistöð. Síðan mun Economy rútan flytja þig frá Reykjavík Terminal umferðarmiðstöðinni til Keflavíkurflugvallar, með einu stoppi í Hamraborg á leiðinni.
Það er rúta í boði fyrir öll farþegaflug, einnig þau sem lenda að nóttu til.
Við mælum sterklega með því að farþegar Airport Direct Economy breyti miðanum sínum í Opinn Miða eða „Flexible Ticket“ við bókunina sína. Ef komutími breytist eða seinkun verður fluginu geturðu tryggt þér laust sæti í næstu rútu. Ef þú missir af brottförinni þinni vegna seinkunar þarftu ekki að bóka aðra ferð með Airport Direct Economy við komu ef þú bókaðir ferðina þína með Opnum miða.
Airport Direct Economy grunnþjónustan okkar þar sem 53 sæta rúta keyrir þig á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavík Terminal umferðarmiðstöðvarinnar. Einnig er möguleiki á að bæta við hóteltengingu með SmartBus, þ.e að vera sóttur eða skutlað á milli Reykjavík Terminal og gististaðar gegn aukagjaldi.
Airport Direct Premium þjónustuleiðin notar minni rútur, með einungis 8 sætum. Ef þú bókar Premium ertu sóttur beint á hótel eða gististað og þegar búið er að sækja alla farþega er keyrt beint til Keflavíkurflugvallar. Því þarf aldrei að skipta um rútu og spara því Premium þjónustan tíma þegar haldið er til og frá Keflavíkurflugvelli.
Airport Direct Economy þjónustuleiðin er keyrð á í glænýjum Iveco Evadys rútum með 53 sætum innanborðs.
Við byrjum að sækja farþega 30 mínútum fyrir bókaða brottför. Vinsamlegast vertu tilbúin við gististað eða hótelmóttöku þar sem þú getur séð hvenær Airport Direct Premium bílinn er kominn.
Þú getur athugað hvort það sé brottför í áætlun Airport Direct Economy sem hentar þér hér. Ef þú finnur ekki brottför sem hentar þér, þá eru brottfarir í tengslum við öll farþegaflug ef Airport Direct Economy þjónustan er bókuð. Einnig er möguleiki að bóka Airport Direct Private en þá sækjum við einfaldlega á þeim tíma sem þú óskar eftir.
Fluginu mínu seinkar, mun ég missa af Airport Direct Premium?
Við mælum eindregið með því að bæta við flugseinkunartryggingu "flight delay guarantee" við bókunina þína. Ef svo óheppilega vill til að fluginu þínu seinki og þú missir af rútunni þinni geturðu komist með í næstu rútu þar sem er laust sæti.
Í Airport Direct Premium þjónustuleiðinni notum við glænýjan flota af 8 sæta Ford Transit bílum.
Airport Direct Economy grunnþjónustan okkar þar sem 53 sæta rúta keyrir þig á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavík Terminal umferðarmiðstöðvarinnar. Einnig er möguleiki á að bæta við hóteltengingu með SmartBus, þ.e að vera sóttur eða skutlað á milli Reykjavík Terminal og gististaðar gegn aukagjaldi.
Airport Direct Premium þjónustuleiðin notar minni rútur, með einungis 8 sætum. Ef þú bókar Premium ertu sóttur beint á hótel eða gististað og þegar búið er að sækja alla farþega er keyrt beint til Keflavíkurflugvallar. Því þarf aldrei að skipta um rútu og spara því Premium þjónustan tíma þegar haldið er til og frá Keflavíkurflugvelli.
Í Airport Direct Premium þjónustuleiðinni keyrum við til og frá Keflavíkurflugvelli samkvæmt fastri áætlun með að hámarki 8 farþega. Airport Direct Private er hinsvegar einkaþjónusta þar sem þú velur þá tímasetningu sem hentar þér og þínum hóp. Mögulegt er að bóka fyrir allt að 14 farþega á neitnu, en ef þú ert að bóka fyrir stærri hóp geturðu haft samband við þjónustufulltrúa okkar og fengið upplýsingar og tilboð fyrir hópinn þin.
Þú velur þinn brottfarartíma. Ef þú bókar með minna en eins dags fyrirvara, þá mælum við með að hafa samband fyrst á t info@airportdirect.is.
Hægt er að bóka fyrir allt að 14 farþega í einu á netinu. Ef þú ert með stærri hóp mælum við með að þú sendir línu á þjónustufulltrúa okkar á info@airportdirect.is og fáir nánari upplýsingar og tilboð fyrir hópinn þinn.
Já, það er innifalið. Hinsvegar, ef hópurinn þinn er stærri en 8 manns, og gist er í miðborg Reykjabíkur, þá er möguleiki að ykkur verði skutlað eða þið sótt á sérmerkta rútustoppistöð. Flest hótel og gististaðir í miðborginni er í 5-10 mínútna göngufjarlægð frá rútustoppistöðvunum.
Þú velur þinn eigin brottfarartíma. Ef bókað er með minna en eins dags fyrirvara, þá mælum við með að hafa samband fyrst á info@airportdirect.is.
Þú getur bókað Airport Direct Luxury fyrir allt að 7 farþega.
Já, það er innifalið.
Í Airport Direct Luxury eru notaðir tvær tegundir af glæsivögnum!
Fyrir 1-4 farþega, Mercedes Benz E-Class
Fyrir 3-7 farþega, Mercedes Benz V-Class
Aðal munurinn á þjónustuleiðum okkur eru bifreiðarnar sem eru notaðir. Airport Direct Luxury notast einungis við nýja Benz bifreiðar, á meðan Airport Direct Premium er keyrt á Ford Transitum.