Bílstjórinn sækir þig beint heim að dyrum eða bíður eftir þér í komusal Keflavíkurflugvallar, eftir því sem við á, og keyrir þig beint á áfangastað í þægilegri lúxusbifreið.
Ferðastu með stæl
Airport Direct Luxury þjónustuleiðin er án efa þægilegasta þjónustuleiðin okkar. Við notum einungis sannkallaðar lúxusbifreiðir og þú sníður ferðalagið að þínum þörfum. Þessi þjónustuleið er tilvalin fyrir þá sem vilja nýta tíma sinn sem best á sem allra þægilegastan máta.
Brottför frá Keflavíkurflugvelli
Þessi þjónustuleið gerir þitt ferðalag frá Keflavíkurflugvelli eins einfalt og hægt er. Það eina sem þú þarft að gera er sækja farangurinn þinn á meðan bílstjórinn bíður eftir þér í komusal Keflavíkurflugvallar. Hann hefur auga með flugupplýsungunum þínum svo ef það verða einhverjar breytingar eða seinkanir þá vitum við af því!
Brottför frá Reykjavík
Þegar þú ferðast frá Reykjavík þá velurðu hvert við sækjum og hvenær. Bílstjórinn sækir þig heim að dyrum og skutlar þér beint til Keflavíkurflugvallar.
Gott að hafa í huga
Afhverju að bóka hjá okkur?
Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og jákvæða upplifun viðskiptavina. Ef þú þarft að afbóka, gera breytingar eða þarft aðstoð við að skipuleggja ferðalagið þitt geturðu treyst á að við verðum þér innan handar.